Hraðlestarskólinn hefur styrkt ABC barnahjálp um milljón krónur með þriggja vikna hraðlestarnámskeiði sem hefst í dag. Markmið með söfnuninni er að byggja heimavist fyrir 200 stúlkur frá Úganda.
Hraðlestrarskólinn hafði áður gefið 500 þúsund til ABC barnahjálpar í formi gjafabréfa. „Átakið hefur gengið vonum framar," sagði skólastjóri Hraðlestrarskólans, Jón Vigfús Bjarnason.