Lækkanir á helstu fjármálamörkuðum 13. júní 2007 09:38 Fjárfestar eru sagðir uggandi yfir hærri ávöxtunarkröfu á skuldabréf til 10 ára í Bandaríkjunum. Talið er líklegt að það geri yfirtökur á fyrirtækjum erfiðari. Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á ávöxtunarkröfu skuldabréfa merki um stýrivaxtahækkun í nánustu framtíð. Séu fjárfestar uggandi yfir ástandinu en geti það komið niður á afkomu fyrirtækja. Bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkaði um 130 punkta í gærkvöldi en 30 punkta lækkun var á FTSE-100 vísitölunni í Lundúnum í Bretlandi. Þá fór Nikkei-vísitalan niður um 28 punkta í Japan í morgun auk þess sem hin þýska Dax-vísitalan lækkaði um 72 punkta. Robert Peston, ritstjóri viðskiptafrétta hjá BBC, segir að hækki langtímavextir geti það komið niður á yfirtökum fyrirtækja þar sem kostnaður við þær hækki auk þess sem dýrara verði að fjármagna fyrirtækjakaup. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lækkanir voru á helstu hlutabréfamörkuðum í dag eftir að ávöxtunarkrafa bandarískra skuldabréfa til 10 ára hækkaði um 5,27 prósent í gær. Það merkir að verðmæti skuldabréfa lækkar og hefur það ekki verið með lægra móti í fimm ár. Fjárfestar ytra eru sagðir uggandi vegna hækkandi lánskostnaðar. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir hækkun á ávöxtunarkröfu skuldabréfa merki um stýrivaxtahækkun í nánustu framtíð. Séu fjárfestar uggandi yfir ástandinu en geti það komið niður á afkomu fyrirtækja. Bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkaði um 130 punkta í gærkvöldi en 30 punkta lækkun var á FTSE-100 vísitölunni í Lundúnum í Bretlandi. Þá fór Nikkei-vísitalan niður um 28 punkta í Japan í morgun auk þess sem hin þýska Dax-vísitalan lækkaði um 72 punkta. Robert Peston, ritstjóri viðskiptafrétta hjá BBC, segir að hækki langtímavextir geti það komið niður á yfirtökum fyrirtækja þar sem kostnaður við þær hækki auk þess sem dýrara verði að fjármagna fyrirtækjakaup.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira