Lamdi dómara í góðgerðaleik 12. júní 2007 20:45 AFP Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Higgins spilaði sérstakan æfingaleik við fyrrum heimsmeistarann Jimmy White til að safna fé fyrir unga leikmenn, en brást við hinn versti þegar dómarinn vildi meina að hann hefði snert bláu kúluna með höndinni í einu skotinu. Við það truflaðist Higgins og kýldi dómarann í magann. Eftirlitsmenn og áhorfendur stukku til og náðu að komast í milli, en dómarinn var svo skelkaður að hann neitaði að halda áfram að dæma á mótinu. Higgins er 58 ára gamall Íri og varð tvisvar heimsmeistari í snóker. Hann á í baráttu við krabbamein í hálsi og virðist ekki við góða heilsu. Árið 1986 var hann dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann skallaði dómara á móti og var allan ferilinn iðinn við að koma sér í vandræði í keppnum. Vitni að atvikinu í gær sagði að Higgins hefði drukkið nokkrar kollur af Guinnes-bjór á milli ramma í leiknum við White. Higgins sjálfur hefur sagt að atvikið hafi verið blásið upp úr öllu valdi og sást pollrólegur árita nýútkomna ævisögu sína "Í auga fellibylsins" skömmu eftir atvikið. Dómarinn hefur ekki kært árásina enn sem komið er. Erlendar Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Snókergoðsögnin umdeilda Alex Higgins er ekki hættur að koma sér í vandræði þó hann sé orðinn 58 ára gamall og sé í baráttu við krabbamein. Higgins var í gær rekinn úr keppni á góðgerðamóti fyrir unga snókerspilara eftir að hann kýldi dómara. Higgins spilaði sérstakan æfingaleik við fyrrum heimsmeistarann Jimmy White til að safna fé fyrir unga leikmenn, en brást við hinn versti þegar dómarinn vildi meina að hann hefði snert bláu kúluna með höndinni í einu skotinu. Við það truflaðist Higgins og kýldi dómarann í magann. Eftirlitsmenn og áhorfendur stukku til og náðu að komast í milli, en dómarinn var svo skelkaður að hann neitaði að halda áfram að dæma á mótinu. Higgins er 58 ára gamall Íri og varð tvisvar heimsmeistari í snóker. Hann á í baráttu við krabbamein í hálsi og virðist ekki við góða heilsu. Árið 1986 var hann dæmdur í eins árs keppnisbann eftir að hann skallaði dómara á móti og var allan ferilinn iðinn við að koma sér í vandræði í keppnum. Vitni að atvikinu í gær sagði að Higgins hefði drukkið nokkrar kollur af Guinnes-bjór á milli ramma í leiknum við White. Higgins sjálfur hefur sagt að atvikið hafi verið blásið upp úr öllu valdi og sást pollrólegur árita nýútkomna ævisögu sína "Í auga fellibylsins" skömmu eftir atvikið. Dómarinn hefur ekki kært árásina enn sem komið er.
Erlendar Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum