Stefnir í blóðug átök Guðjón Helgason skrifar 12. júní 2007 18:30 Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum. Erlent Fréttir Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Allt stefnir í blóðuga borgarstyrjöld stríðandi fylkinga Palestínumanna. Fatah-hreyfing Mahmouds Abbas, forseta, íhugar að draga sig út úr þjóðstjórn. Á sama tíma er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar friðmælist. Það er þó háð því að Ísraelsmenn felli niður sett skilyrði. Miðstjórn Fatah kom saman til fundar síðdegis þar sem framtíð þjóðstjórnarinnar var rædd. Aðeins eru liðnir þrír mánuðir frá því hún var mynduð. Fari svo að liðsmenn Fatah dragi sig úr stjórninni getu Abbas ákveðið að mynda nýja sem starfi í umboði hans, en hún þyrfti samþykki þings þar sem Hamas-liðar hafa meirihluta. Forsetinn getur einnig boðað til kosninga en það myndu Hamas-liðar telja valdaránstilraun af hans hálfu. Hart hefur verið barist á Gaza-svæðinu í dag - þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi. Byssumenn Hamas réðust á höfuðstöðvar sérsveita Fatah á norðurhluta svæðisins og sagði Abbas forseti Palestínumanna það tilraun Hamas til valdaráns. Aðgerðum Hamas var svarað með flugskeytaárás á heimili Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, en hann var ekki heima við. Ráðherra Hamas var síðan rænt. Til skotbardaga kom víða í Gaza-borg þar sem Fatah-liðar umkringdu höfuðstöðvar Al-Aqsa sjónvarpsstöðvar sem fulltrúar Hamas reka. Skömmu síðar voru sýndar myndir af því þegar liðsmenn Fatah voru yfirbugaðir og útsendingum haldið áfram. En á meðan allt stefnir í blóðuga baráttu milli Palestínumanna er útlit fyrir að Ísraelar og Sýrlendingar semji um frið. Ráðamenn í Sýrlandi segjast reiðubúnir til friðarviðræðna við Ísrael, en það verði að vera án nokkurra fyrirfram skilyrða. Byggt yrði á Madridar ályktuninni svokölluðu. Í henni sé kveðið á um að Ísraelar skili herteknu landi áður en samið verði um frið. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, hefur hinsvegar boðist til að skila Sýrlendingum aftur Gólan hæðum gegn því að þeir slíti öll tengsl við Íran, Hisbolla og önnur herská samtök. Ísraelar hafa áhyggjur af því að Sýrlendingar hyggi á stríð í sumar til þess að endurheimta Golan hæðirnar sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu fyrir fjörutíu árum.
Erlent Fréttir Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira