Gríðarleg dramatík á Spáni 9. júní 2007 20:55 Barcelona fór illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld AFP Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca. Spænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Dramatíkin var allsráðandi í næst síðustu umferðinni í spænska boltanum í kvöld. Real Madrid og Barcelona voru efst og jöfn í deildinni fyrir leiki kvöldsins, en eftir miklar sveiflur og dramatík er ljóst að það ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni hvort liðið hampar titlinum. Argentínumaðurinn Leo Messi stal enn og aftur senunni með Barcelona, en í þetta sinn á röngum forsendum. Barcelona tók á móti grönnum sínum í Espanyol og lenti liðið undir eftir hálftímaleik þegar Raul Tamudo skoraði gegn gangi leiksins. Leo Messi jafnaði metin fyrir Barcelona með því að blaka fyrirgjöf í netið með höndinni skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og er hann því búinn að feta í fótspor landa síns Maradona á bæði ljótasta og fallegasta hátt með Barcelona í vetur. Barcelona var sterkari aðilinn allan leikinn í kvöld og Messi kom liðinu yfir með fínu marki á 57. mínútu. Eftir það virtist sigur heimamanna ekki vera í hættu en hinn magnaði Tamudo sló þögn á áhorfendur á 90. mínútu þegar hann jafnaði fyrir Espanyol. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli, en segja má að þó Barcelona hafi verið betra liðið - hafi Espanyol átt skilið jöfnunarmarkið eftir svindltilburði Messi. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli á 78. mínútu. Ekki var dramatíkin minni þegar Real Zaragoza tók á móti Real Madrid. Þar komust heimamenn í 2-0 í hálfleik með tveimur mörkum frá Diego Milito, því fyrra úr víti. Á sama tíma var Barcelona í góðum málum gegn Espanyol og því fór eðlilega um stuðningsmenn Madridarliðsins. Þeir þurftu því ekki að örvænta því markahrókurinn ótrúlegi Ruud Van Nistelrooy skoraði á 57. mínútu og jafnaði svo metin á 89. mínútu. Diarra fékk svo dauðafæri fyrir Real þegar komið var í uppbótartíma en skallaði hornspyrnu David Beckham yfir fyrir opnu marki. Real og Barcelona eru því enn efst og jöfn þegar aðeins ein umferð er eftir, en Real nægir sigur í siðasta leiknum á heimavelli til að tryggja sér titilinn vegna betri stöðu í innbyrðisviðureignum sínum við Barcelona. Börsungar verða að vinna og treysta á að Real verði á í messunni. Sevilla átti raunar möguleika á að ná toppliðunum að stigum í dag en liðið varð að sætta sig við 0-0 jafntefli á útivelli við Mallorca.
Spænski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira