Bush í Róm Guðjón Helgason skrifar 9. júní 2007 12:12 Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Bush, Bandaríkjaforseti, kom í Vatíkanið í Róm í morgun til fundar við Benedikt páfa sextánda. Bush mun einnig funda með Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Leynifangelsi og fangaflug verða ekki rædd við Prodi þó réttarhöld tengd séu hafin á Ítalíu. Bush er á ferð um Evrópu. Hann fór til Póllands í gær eftir að fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims lauk í Heiligendamm í Þýskalandi. Þar fundaði hann með Lech Kaczynski, forseta Póllands, um eldfalugavarnarkefið sem Bandaríkjamenn vilja reisa þar og í Tékklandi. Kerfið var til umræðu á fundi Bush og Pútíns Rússlandsforseta í Heiligendamm í fyrradag. Kaczynksi lagði áherslu á að Pólverjar væru fylgjandi kerfinu og að Rússar þyrftu ekki að hræðast það. Frá Póllandi hélt Bush til Ítalíu. Fyrst heimsóttu hann og kona hans Laura, Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, og konu hans í forsetahöllinni í Róm. Þá héldu þau í Páfagarð þar sem forsetinn fundaði í fyrsta sinn með Benedikt sextánda páfa. Vel fór á með þeim. Þeir eru sagðir á einu máli þegar kemur að andstöðu við fóstureyðingar, líknardráp og hjónabönd samkynhneigðra. En þegar kemur að Íraksstríðinu gegnir öðru máli. Talið var fyrir fundinn að páfi myndi leggja áherslu á vanda kristinna manna í Írak. Bush fundar síðar í dag með Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, en síðast hittust þeir á fundinum í Heiligendamm. Prodi segir fangaflug og leynifangelsi ekki verða á dagskrá þrátt fyrir skýrslu Evrópuráðsins um þann rekstur frá í gær. Málið brennur á Ítölum í ljósi þess að réttarhöld vegna svokallaðra sértækra flutninga bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, hófust í Mílanó í gær. 26 Bandaríkjamenn, allir hermenn eða njósnarar CIA, og 6 Ítalar eru ákærðir fyrir að hafa rænt múslima klerk á Ítalíu og sent hann til Egyptalands þar sem hann mun hafa verið pyntaður. Réttað verður yfir Bandaríkjamönnunum að þeim fjarverandi. Búist er við mótmælum í Róm vegna heimsóknar Bush og tíu þúsund lögreglumenn því á vakt í miðri Rómarborg.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira