Evrópskir hlauparar með þroskahömlun eru væntanlegir á Suðurland í dag. Ætlun þeirra er að hlaupa hringinn í kringum landið. Hópurinn er hluti af verkefninu "Integrative Meetings of Friends" og hefur hlaupið rúmlega 8000 km. um Evrópu þvera og endilanga frá árinu 1999.
Hópurinn mun stoppa í Árborg í sólarhring og verður tekið á mótið honum á Ölfusárbrú kl 16:00 af hlaupurum frá Árborg. Hlaupið verður sem leið liggur að félagsmiðstöðinni Zelsíuz þar sem formleg móttaka verður haldin.