Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 19:57 MYND/Visir Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar. Innlent Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar.
Innlent Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira