Hjúkrunarfræðingar á starfsmannaleigum 7. júní 2007 19:09 Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt. Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Dæmi eru um að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum á Landspítalanum til að vinna þar í gegnum starfsmannaleigu. Þrjár íslenskar starfsmannaleigur eru með um sextíu hjúkrunarfræðinga á skrá hjá sér til að þjónusta spítala og stofnanir. Með því móti ná hjúkrunarfræðingarnir talsvert betri kjörum en ef þeir réðu sig beint á spítalann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru þrjú fyrirtæki sem leigja starfsmenn sína til spítala og sjúkrastofnana, það eru Alhjúkrun, Ethnic care Ísland og Inpro, með á sjöunda tug starfsmanna í vinnu. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Inpro vildi lítið tjá sig um umfang fyrirtækisins í dag. Hún sagði þó að starfsmannaleigur sem þessar skapa fjölbreyttari atvinnugrundvöll fyrir hjúkrunarfræðinga - enda sé nánast einn kaupandi að vinnu þeirra, hið opinbera. Vigdís benti líka á að löng hefð væri fyrir svona afleysingaþjónustu í nágrannalöndunum og þyki nauðsynleg. Alhjúkrun er með 30 starfsmenn og hefur meðal annars samninga við Landspítalann og dvalarheimili aldraðra. Eins og forsvarsmenn hinna fyrirtækjanna vill eigandinn ekki upplýsa hverju munar á hjúkrunarfræðingslaunum hins opinbera og hjá Alhjúkrun. Dagmar segir starfsmenn Alhjúkrunar njóta sömu lífeyris- og veikindaréttinda og starfsmenn hins opinbera. Auk þess fái þeir veikindaga greidda út mánaðarlega - nýti þeir sér þá ekki. Yngsta fyrirtækið er Ethnic care Ísland en eigandinn Sigríður Þorsteinsdóttir segist einkum þjónusta öldrunarstofnanir. Aðspurð hvers vegna hún stofnaði fyrirtækið, svaraði Sigríður: Ég get borgað hjúkrunarfræðingum betri laun. Það er svo einfalt.
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira