Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri 7. júní 2007 12:04 Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti. Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti.
Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira