Varnar- og umhverfismál ber hæst Guðjón Helgason skrifar 7. júní 2007 12:15 Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Búist er við að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ræði umdeilt eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu einslega í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims hefja tveggja daga stífa fundarlotu í Þýskalandi í dag þar sem varnar- og umhverfismál ber hæst. Þjóðarleiðtogarnir sem sækja fundinn settust saman að snæðingi ásamt mökum sínum í Gut Hohen Luckow kastala nærri strandbænum Heiligendamm í austurhluta Þýskalands í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var forleikurinn að stífri fundardagskrá í dag og á morgun. Búast má við töluverðri spennu á fundinum þar sem viðhorf leiðtoganna til helstu mála eru harla ólík. Þannig eru Rússar andvígir því að Kosovo-hérað fái algjört sjálfstæði og því er talið ólíklegt að samkomulag náist um það á fundinum. Enn fremur má búast við að ekki gangi allir sáttir frá borði í umræðum um aðgerðir í loftlagsmálum því ágreiningur er um milli leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna um hversu langt eigi að ganga. Auk þessa má búast við að deilur Vesturveldanna og Rússa um eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Austur-Evrópu verði fyrirferðamiklar á fundinum í dag. Reiknað er með því að George Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræði málið einslega á fundi í dag auk þess sem aðrir leiðtogar úr átta manna hópnum eru sagðir vilja ræða við Pútín undir fjögur augu um versnandi samskipti austurs og vesturs. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, reyndi þó að bera klæði á vopnin í gær og sagði þá staðreynd að Pútín væri mættur til fundar skýrt merki um að kalda stríðinu væri lokið og það ekki að skella aftur á. Spennan er ekki síður utan fundarins þar sem fjöldi mótmælenda hefur tekist á við lögreglu undanfarna daga í nágrenni fundarstaðarins. Mótmælendur hafa lokað fyrir umferð nærri fundarstaðnum og hefur lögregla þá notað vatnsþrýstidælur til að dreifa mannfjöldanum. Rúmlega hundrað og þrjátíu mótmælendur voru handteknir í gær og að minnsta kosti átta lögreglumenn særðust lítillega í átökum. Sextán þúsund manna lögreglulið vaktar fundarstaðinn fram til morguns og er talið að kostnaður þýska ríkisins vegna löggæslu og annars sem tengist fundinum nemi jafnvirði tæplega átta milljarða íslenskra króna.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira