70% af Öryrkjablokkinni með hitastillingu 6. júní 2007 18:45 Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör. Fréttir Innlent Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Á undanförnum árum hafa að minnsta kosti þrír látist vegna brunasára sem þeir hlutu hér á landi af of heitu vatni. Sextugur öryrki er í lífshættu eftir brennheita sturtu í blokk Öryrkjabandalagsins við Hátún. Búið er að setja hitastýrð blöndunartæki í sjötíu prósent af íbúðum blokkarinnar. Sextugur öryrki, Ómar Önfjörð Kjartansson, er í lífshættu á Landspítalanum eftir að hafa skaðbrennst í sturtu heima hjá sér fyrir um hálfum mánuði. Ómar býr við Hátún 10b, í blokk Öryrkjabandalags Íslands og fékk yfir sig allt að 80 gráðu heitt vatn. Framkvæmdastjóri hússjóðs Öryrkjabandalagsins, Ester Adolfsdóttir, harmar slysið og segir hitastýrðum blöndunartækjum hafi verið komið fyrir í 70% íbúðanna, á síðustu sjö árum. Hún sagði að þau myndu gera sitt besta til að klára rest á allra næstu vikum. Að minnsta kosti þrjár manneskjur hafa látist vegna bruna af heitu vatni á síðustu 20 árum. Sú síðastnefnda var ung kona frá Írlandi sem leigði herbergi í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún 12. Í dag eru öryggisrofar í öllu húsinu sem loka fyrir heitt vatn ef tækin bila. Sama dag og Ómar brann datt inn um lúgur margra borgarbúa bæklingur um herferð gegn skaðlega heitu vatni undir yfirskriftinni Stillum hitann. Inni á heimasíðu átaksins er meðal annars sagt frá Hirti Inga Kristjánssyni, sautján ára Hafnfirðingi sem brenndist illa - eins og þessar myndir bera með sér - eftir að hafa líklega rekið sig í heitavatnskrana í flogakasti á síðasta ári. Á síðastliðnum fimm árum komu 132 á Landspítalann eftir að hafa brennt sig á heitu vatni úr neysluvatnslögnum - en slíkan bruna má hindra með einföldum hætti. Undir vaska er hægt að setja einfaldan loka sem blandar vatnið áður en það kemst í heita kranann. Nú eða einfaldlega skipta um blöndunartæki í vaskinum - en í þessum hér er hægt að stilla hitann. Og svo er ráð að setja hitastýrð blöndunartæki í sturtur og við baðkör.
Fréttir Innlent Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira