Að loknum síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí sagði Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, að bankinn muni fylgjast grannt með þróun verðbólgu á evrusvæðinu og muni hann leita leiða til að sporna gegn því að verðbólga hækki.
Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við opnun fjármálamarkaða í Evrópu í dag vegna þessa auk þess sem ummæli Ben Bernankes, seðlabankastjóra bandaríska seðlabankans, þess efnis að ekki séu líkur á að bankinn lækki stýrivexti á þessu ári, áttu hlut að máli.
Þetta er í samræmi við það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til í gær. Michael Deppler, yfirmaður evrópudeildar bankans, sagði hins vegar að líklega væri ekki þörf á því að evrópski seðlabankinn hækkaði vextina umfram 4,5 prósent.
Í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagshorfur á evrusvæðinu, sem kom út í gær, kemur fram að spáð sé 2,3 prósenta hagvexti á þessu ári og því næsta. Almennt er hins vegar gert ráð fyrir að hagvöxtur nemi 2,5 prósentum á evrusvæðinu á þessu ári.