Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 5. júní 2007 18:40 Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum. Innlent Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira
Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum.
Innlent Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sjá meira