Olíuverð sveiflaðist í dag 4. júní 2007 13:37 Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Litlu virðist skipta þótt skæruliðar, sem síðastliðið eitt og hálft árið hafa staðið fyrir mörgum árásum á olíuvinnslustöðvar erlendra aðila í Nígeríu, hafi samið um vopnahlé til eins mánaðar. Greinendur telja ekki miklar líkur á að vopnahléið muni hafa áhrif á olíuverðið. Skærurnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í Nígeríu hefur minnkað um þriðjung. Samdrátturinn hefur mikið að segja í heildarframleiðslu á hráolíu enda Nígería stór framleiðandi í OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 18 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 69,25 dölum á tunnu, samkvæmt upplýsingum Reuters. Verð á hráolíu lækkaði á sama tíma um 35 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 64,73 dölum á tunnu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð. Litlu virðist skipta þótt skæruliðar, sem síðastliðið eitt og hálft árið hafa staðið fyrir mörgum árásum á olíuvinnslustöðvar erlendra aðila í Nígeríu, hafi samið um vopnahlé til eins mánaðar. Greinendur telja ekki miklar líkur á að vopnahléið muni hafa áhrif á olíuverðið. Skærurnar hafa orðið til þess að olíuframleiðsla í Nígeríu hefur minnkað um þriðjung. Samdrátturinn hefur mikið að segja í heildarframleiðslu á hráolíu enda Nígería stór framleiðandi í OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 18 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 69,25 dölum á tunnu, samkvæmt upplýsingum Reuters. Verð á hráolíu lækkaði á sama tíma um 35 sent á markaði í Bandaríkjunum og stendur nú í 64,73 dölum á tunnu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira