Kínastjórn kælir markaðinn á ný 4. júní 2007 09:46 Frá Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. Vísitalan rauf á dögunum 4.000 stiga múrinn. Við lækkunina nú, sem var upp á 330,34 punkta, endaði hún hins vegar í 3.670,40 stigum. Þetta er önnur stóra lækkunin á tæpri viku. Þegar ríkisstjórn Kína ákvað að hækka stimpilgjöld á viðskipti með hlutabréf úr 0,1 prósenti í 0,3 prósent lækkaði gengi bréfa í kauphöllinni um sex prósent. Fjárfestar óttast nú að Kínastjórn geri enn eina atlöguna að hlutabréfamarkaðnum og telja líkur á að fjármagnstekjuskattar verði hækkaðir til að kæla kínverska hagkerfið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir greinendum í dag að líklega muni lækkunin nú ekki hafa víðtæk áhrif enda verði hún tímabundin. Þá sé allt eins líklegt að aðgerðir stjórnvalda muni ekki skila þeim árangri sem þau leiti eftir. Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína hefur þrefaldast síðan í byrjun síðasta árs, þar af tvöfaldast það sem af er árs. Ástæðan eru mikil hlutabréfakaup í Kína. Varað hefur verið við því að bóla sé að myndast á markaðnum og geti hún sprungið með alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem varað hefur við bólunni er Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira