Tveir teknir á metamfetamíni 3. júní 2007 12:18 Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Býður sig fram til formanns Siðmenntar Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Innlent Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira