Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins 1. júní 2007 18:59 Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg. Eydís Ásgeirsdóttir er 12 ára einhverf stúlka. Hún greindist með einhverfu þegar hún var tæplega þriggja ára gömul. Sigrún Birgisdóttir móðir Eydísar segir hana ætíð hafa verið hamingjusamt barn en um 18 mánaða aldur hafi einhverfan gert vart við sig. Sigrún minntist á þetta við lækna þegar Eydís fór í 18 mánaða skoðun en fékk engin svör. Hún lét því næst skoða hana á Greiningarstöðinni þar sem hún var greind eftir eitt og hálft ár með einhverfu. Hún segir biðlista á greiningarstöðinni alltof langa og skelfilegt sé að foreldrar séu látnir bíða í eitt til þrjú ár eftir að fá börnin sín sjúkdómsgreind. Eydís var óróleg sem barn, aldrei mátti líta af henni og hún tók oft æðisköst í fjölmenni. Sigrún segir suma ekki hafa áttað sig á fötlun Eydísar. Fólk hafi komið upp að henni og sagt að hún kynni ekki að ala upp börnin sín. Eydís er í Fellaskóla í dag, hún les og skrifar, leikur sér í tölvunni en kann best við sig í heimilisfræði. Hún hefur einnig gaman að því að horfa á Strákana á Stöð 2 og aðra grínþætti. Sigrún segir Eydísi ekki umgangast aðra krakka og hún vilji vera út af fyrir sig. Hún segir sorgina yfir fötlun Eydísar þyrma yfir sig af og til sérstaklega þegar tímamót séu í lífi annarra barna sem eigi ef til vill ekki við Eydísi. Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg. Eydís Ásgeirsdóttir er 12 ára einhverf stúlka. Hún greindist með einhverfu þegar hún var tæplega þriggja ára gömul. Sigrún Birgisdóttir móðir Eydísar segir hana ætíð hafa verið hamingjusamt barn en um 18 mánaða aldur hafi einhverfan gert vart við sig. Sigrún minntist á þetta við lækna þegar Eydís fór í 18 mánaða skoðun en fékk engin svör. Hún lét því næst skoða hana á Greiningarstöðinni þar sem hún var greind eftir eitt og hálft ár með einhverfu. Hún segir biðlista á greiningarstöðinni alltof langa og skelfilegt sé að foreldrar séu látnir bíða í eitt til þrjú ár eftir að fá börnin sín sjúkdómsgreind. Eydís var óróleg sem barn, aldrei mátti líta af henni og hún tók oft æðisköst í fjölmenni. Sigrún segir suma ekki hafa áttað sig á fötlun Eydísar. Fólk hafi komið upp að henni og sagt að hún kynni ekki að ala upp börnin sín. Eydís er í Fellaskóla í dag, hún les og skrifar, leikur sér í tölvunni en kann best við sig í heimilisfræði. Hún hefur einnig gaman að því að horfa á Strákana á Stöð 2 og aðra grínþætti. Sigrún segir Eydísi ekki umgangast aðra krakka og hún vilji vera út af fyrir sig. Hún segir sorgina yfir fötlun Eydísar þyrma yfir sig af og til sérstaklega þegar tímamót séu í lífi annarra barna sem eigi ef til vill ekki við Eydísi.
Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira