Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár.
Síðasta almenna verðlækkunin á fasteignum í Bandaríkjunum hefur ekki verið vart síðan á þriðja ársfjórðungi árið 1991.
Bloomberg segir að samhliða háu eldsneytisverði muni draga mjög úr einkaneyslu. Muni það hafa nokkuð neikvæð áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum, að mati Bloomberg.