Boeing farþegaþota nauðlenti í Bournemoth Bretlandi í dag eftir að hafa flogið í gegnum mikinn sverm af býflugum. Níutíu farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Faros í Portúgal. Vélin var frá flugfélaginu Palmair.
Hún var í flugtaki frá flugvellinum í Bournemouth þegar hún flaug í gegnum býflugnasverminn. Skömmu síðar byrjaði annar mótorinn að missa afl. Flugmennina grunaði að býflugurnar hefðu stíflað mótorinn og ákváðu því að snúa við og lenda aftur í Bournemouth.
Stór og þykk ský af býflugum hafa sést yfir Bournemouth undanfarna daga, að sögn talsmanns flugvallarins.