Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Guðjón Helgason skrifar 24. maí 2007 12:30 Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum. Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. Ársskýrsla Amnesty International var kynnt í gær. Í henni er greint frá ástandi mannréttinda í hundrað fimmtíu og þremur löndum. Grunnskilaboðin eru þau að voldugar ríkisstjórnir og vopnaðir hópar hafi magnað vísvitandi upp ótta meðal fólks í því skyni að grafa undan mannréttindum og valda sundrungu manna á meðal. Fjallað eru ástand á átakasvæðum víða um heim, þar á meðal í Darfur-héraði í Afríkuríkinu Súdan sem er lýst sem blæðandi sári á samvisku heimsins. Tvö hundruð þúsund manns hafi týnt lífi í átökum og rúmlega tífallt fleiri hrakist frá heimilum sínum. Gagnkvæmt vantraust og leynimakk öflugustu ríkja Sameinuðu þjóðanna valdi því að þau geti ekki eða vilji bregaðst við mannréttindabrotum á svæðinu. Í skýrslunni er einnig að finna lista yfir alþjóðlega mannréttindasamninga og þau lönd sem eigi eftir að gerast aðilar að þeim eða fullgilda þá. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, bendir á að Íslendingar hafi enn ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Jóhanna segir nokkra aðra samninga sem íslensk yfirvöld hafi látið undir höfuð leggjast að fullgilda. Hún hvetur því nýja ríkisstjórn til að gera stórátak í því að Íslendingar verði aðilar að öllum mikilvægustu mannréttindasamningum og sáttmálum.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira