Kenna stuðningsmönnum Liverpool um vandræðin Jónas Haraldsson skrifar 24. maí 2007 10:11 Á myndinni sést stuðningsmaður Liverpool með miða en óeirðalögreglan meinaði honum aðgöngu að leiknum. MYND/AFP Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór. Erlent Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kennt áhangendum Liverpool um vandræðin fyrir leikinn. Óeirðalögregla í Aþenu notaði táragas og kylfur til þess að hafa stjórn á aðdáendunum þegar þeim var sagt að snúa heim á leið þar sem leikvangurinn væri fullur. Talsmaður UEFA, William Gaillard, sagði „Hegðun stuðningsmanna Liverpool er það sem olli vandræðum fyrir leikinn." Breska sendiráðið í Aþenu ætlar sér að taka málið upp. Leikurinn endaði 2 - 1 fyrir AC Milan en margir áhangendur Liverpool komust ekki á leikinn þrátt fyrir að vera með miða. Ólæti brutust út stuttu fyrir leikinn þegar stuðningsmönnum var haldið aftur vegna troðnings. Lögregla sagði þeim sem voru á leið í gegnum lokahliðið að hægja á sér eða jafnvel stoppa alveg. Óeirðalögreglan myndaði síðan hring í kringum svæðið til þess að koma í veg fyrir að fleiri kæmust í raðirnar. Síðan var þeim sem stóðu fyrir utan sagt að þeir kæmust ekki inn á leikinn, þrátt fyrir að vera með miða, þar sem leikvangurinn væri fullur. Þá höfðu víst fjölmargir komist inn á völlinn án þess að hafa miða eða vera með falsaða miða undir höndum. Bretar kenna hins vegar UEFA um fyrir að hafa valið svo lítinn völl og úthlutað áhangendum liðanna svo lítið magn af miðum. Einnig var talað um að lítið eftirlit hefði verið við innganginn á leikvanginn. Gaillard sagði hins vegar að ekkert hefði verið um vandræði hjá Milan stuðningsmönnunum og að það sýndi að vandræðin hefðu verið vegna hegðunar áhangenda Liverpool. Sagði hann þó langflesta hafa hegðað sér almennilega en þurft að líða fyrir hegðun örfárra einstaklinga og það væri miður. Hann neitaði því hins vegar alfarið að UEFA bæri nokkra ábyrgð á því sem úrskeiðis fór.
Erlent Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira