Mogginn óttast að Ingibjörg Sólrún sprengi ríkisstjórnina Kristinn Hrafnsson skrifar 20. maí 2007 13:36 Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri. Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Morgunblaðinu er í dag hugleikin sú hætta að Ingibjörg Sólrún Gísladótir geti búið til ágreining við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu og myndað vinstri stjórn. Blaðið varar við því að þetta sé mesta hættan sem Geir H. Haarde standi frammi fyrir. Samfylkingarfólk kvartaði talsvert yfir meintri andúð Morgunblaðsins á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem það taldi birtast í ritstjórnargreinum blaðsins fyrir kosnignar - og fyrstu daga eftir. Vart er ofsögum sagt að Morgunblaðinu virðist lítt gefið um þær stjórnarmyndunarviðræður sem nú standa yfir. Birtist sá tónn í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Bréfahöfundur bendir á að blaðið hafi víst haft rétt fyrir sér um meintan djúpstæðan klofning í Samfylkingunni en þessu hafa Samfylkingarmenn hafnað einn af öðrum. Segir Morgunblaðið; "Það eru svo margir stjórnmálamenn í öðrum flokkum sem geta borið vitni um að Morgunblaðið fer með rétt mál að þeim gæti ofboðið við að hlusta á þetta tal samfylkingarmanna og komið fram á sjónarsviðið og skýrt frá þeirri vitneskju sem þeir hafa um þessi mál." Höfundur Reykjavíkurbréfs verður síðan hugleikin sú gjörbreytta pólitíska vígstaða Samfylkingarinnar, til hins betra með því að fá aðild að ríkisstjórn. Í því sé fólgin mikil hætta fyrir sjálfstæðismenn þegar horft sé fram á veg. Skýrir Morgunblaðið svo í hverju þessi mikla hætta sé fólgin, sem sé í því að Ingibjörg Sólrún búi til ágreining við Sjálfstæðisflokk á miðju kjörtímabili og rjúfi stjórnarsamstarfið. Þá geti hún auðveldlega myndað stjórn með Visntri Grænum og Framsóknarflokki. Geir Haarde sitji þá eftir með sárt ennið. "Það er búið að loka öðrum dyrum og ekki augljóst hvernig eigi að opna þær aftur"- segir höfundur Reykjavíkurbréfs. Í lok pólitískrar greiningar Reykjavíkurbréfs vill Morgunblaðið líka að Sjálfstæðisflokkurinn nái samkomulagi við Guðjón Arnar Kristjánsson og Frjálslynda flokkinn og bendir á að Jón Magnússon, nýr þingmaður frjálslyndra hafi verið í Sjálfstæðisflokkum frá 16 ára aldri.
Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir