Sextán Strumpar eru nú að þramma frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Um hádegisbilið voru þeir í þrengslunum og sóttist ferðin vel. Strumpar þessir tilheyra unglingadeild björgunarsveitarinnar Mannbjörg, í Þorlákshöfn. Þeir kusu sér strumpanafnið sjálfir.
Tilgangurinn með þessari göngu er að safna áheitum fyrir námskeið sem haldin verða á næstu misserum. Eins og annað björgunarfólk eru Strumparnir alltaf blankir, enda vinna þeir í sjálfboðavinnu. Og þurfa sjálfir að afla fjár til að halda námskeið.