Búist við nýrri ríkisstjórn í vikunni Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2007 12:31 Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki. Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira
Viðræðum forystumanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar verður framhaldið í dag. Almennt er búist við að viðræðurnar taki skamman tíma og að ný ríkisstjórn taki jafnvel við völdum strax í næstu viku. Formenn flokkanna, þau Geir H Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir voru bjartsýn á framvindu mála, þegar þau komu af fyrsta formlega fundi sínum um myndun stjórnar, í Ráðherrabústaðnum seinnipartinn í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eiga flokkarnir enn eftir að komast að niðurstöðu um ýmis stór mál sem skilið hafa flokkana af, eins og evrópumál og áherslur í stóriðjumálum. Sömu heimildir telja hins vegar líklegast að forystumönnum flokkanna muni takast að ná lendingu í þeim. Áður en ný stjórn tekur við þurfa formenn flokkanna að leggja tillögu sína um hana fyrir stofnanir flokkanna og eftir samþykkt þeirra gengur Geir H Haarde á fund forseta Íslands og gerir honum grein fyrir að hann hafi myndað nýjan meirihluta á Alþingi og óskar eftir að fá að mynda ríkisstjórn. Þrátt fyrir yfirlýsingar forystumanna Framsóknarflokksins í aðdraganda kosninganna, að hann ætti að draga sig í hlé kæmi hann laskaður út úr kosningunum, er ljóst að Framsóknarmenn reyndu engu að síður að fá Sjálfstæðisflokkinn til áframhaldandi samstarfs. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Framsóknarmenn hafi boðið Geir H Haarde forsætisráðherra að fækka ráðherrum Framsóknarflokksins úr sex í fjóra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum blaðsins. Fréttablaðið segir að þegar Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra hittust á miðvikudag hafi Jón lagt fram málefnapunkta sem efnivið í nýjan stjórnarsáttmála en Geir hafi ekki gert hið sama. Þá hafi Framsókn boðið Sjálfstæðisflokknum átta ráðherrastóla, en í núverandi ríkisstjórn sitja tólf ráðherrar, sex frá hvorum flokki.
Innlent Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fleiri fréttir Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Sjá meira