Breytt viðhorf Kína til Darfur Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 18. maí 2007 09:17 Börnum flóttamanna frá Darfur gefið að borða í flóttamannabúðum. MYND/AFP Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins. Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu. Kína hefur mikilla olíuviðskiptahagsmuna að gæta í Súdan og hefur verið ásakað um að koma í veg fyrir að endi verði bundinn á ofbeldið í Darfur. Leiðtogar í Kina hafa þráast við þrátt fyrir aukinn þrýsting alþjóðasamfélagsins. Þeir beittu meðal annars neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn viðskiptaþvingunum á Súdan. En nú virðist vera breyting á viðhorfi þeirra en nýverið var skipaður embættismaður sem á að sjá um mál í Afríku. Hann mun beita sér að mestu fyrir málefnum í Darfur. Kína sendi Súdan óvenju harðan tón í síðasta mánuði vegna friðargæsluáforma Sameinuðu þjóðanna í Darfur. Yfirvöld í Peking hafa einnig tilkynnt að þeir muni senda næstum 300 hernaðartæki- og tól til að hjálpa til við alþjóðlega friðargæslu í héraðinu. Á fréttavef BBC segir að Sameinuðu þjóðirnar áætli að 200 þúsund manns hafi látist og tvær milljónir horfið í Darfur héraði síðan árið 2003. Tengsl landanna tveggja eiga sér langa sögu. Um áratuga bil hafa löndin átt sterk pólitísk, viðskipta- og hernaðartengsl. Kínverjar eru stærstu viðskiptaaðilar Súdana. Þeir hafa eytt milljónum dollara í að byggja upp olíuiðnað í Súdan. Af 500 þúsund olíutunnum sem framleiddar eru á hverjum degi í Súdan, fer megnið til Kína. Kína hefur líka um árabil selt vopn til landsins og bauðst fyrr á árinu til að auka hernaðarsamvinnu við Khartoum. Þess vegna hafa yfirvöld í Kína verið ófús til að þrýsta á Súdan vegna ástandsins í Darfur. Það gæti grafið undan samskiptunum millil landanna. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvort þetta útspil Kína sé bragð til að auka almenningsálit á alþjóðavettvangi, eða til að róa gagnrýnendur landsins.
Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira