Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óli Tynes skrifar 15. maí 2007 10:46 Oscar Pistorius á gervifótum frá Össuri. Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Pistorius var kannski fótalaus en hann hafði járnvilja. Sem unglingur spilaði hann ruðning, tennis og vatna-póló á gervifótum. Í janúar árið 2004 brotnaði hægra hné hans í ruðningskeppni og læknar ráðlögðu honum að skipta yfir í hlaup. Sautján ára gamall tók hann þátt í móti fyrir fatlaða í heimabæ sínum Pretóríu eftir að hafa æft hlaup í aðeins tvo mánuði. Hann hljóp 100 metrana á 11,51 sekúndu. Heimsmetið var þá 12.2 sekúndur. Síðan hefur Pistorius sett hvert heimsmetið á fætur öðru. Og nú vill hann hlaupa með ófötluðum á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Við það hafa hinsvegar vaknað ýmsar siðferðilegar spurningar. Eins og hvort hinir fjaðurmögnuðu Cheetah Flex-Foot gervifæturnir frá Össuri gefi honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Um það er nú deilt hart í íþróttaheiminum. Sérfræðingar báðum megin borðsins hafa tínt til kosti og ókosti þess að vera fótalaus hlaupari sem getur nýtt sér hátækni til að ná árangri. Hin siðferðilega spurning er eiginlega hversu langt er hægt að ganga í að nota tæknina áður en það fer að teljast ómennskt. Erlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. Pistorius var kannski fótalaus en hann hafði járnvilja. Sem unglingur spilaði hann ruðning, tennis og vatna-póló á gervifótum. Í janúar árið 2004 brotnaði hægra hné hans í ruðningskeppni og læknar ráðlögðu honum að skipta yfir í hlaup. Sautján ára gamall tók hann þátt í móti fyrir fatlaða í heimabæ sínum Pretóríu eftir að hafa æft hlaup í aðeins tvo mánuði. Hann hljóp 100 metrana á 11,51 sekúndu. Heimsmetið var þá 12.2 sekúndur. Síðan hefur Pistorius sett hvert heimsmetið á fætur öðru. Og nú vill hann hlaupa með ófötluðum á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári. Við það hafa hinsvegar vaknað ýmsar siðferðilegar spurningar. Eins og hvort hinir fjaðurmögnuðu Cheetah Flex-Foot gervifæturnir frá Össuri gefi honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Um það er nú deilt hart í íþróttaheiminum. Sérfræðingar báðum megin borðsins hafa tínt til kosti og ókosti þess að vera fótalaus hlaupari sem getur nýtt sér hátækni til að ná árangri. Hin siðferðilega spurning er eiginlega hversu langt er hægt að ganga í að nota tæknina áður en það fer að teljast ómennskt.
Erlent Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira