Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Jónas Haraldsson skrifar 15. maí 2007 10:51 Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. MYND/AP Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag. Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. Niðurstöður eftirlitsmannanna gætu sett strik í reikning stjórnarerindreka í Evrópu og Bandaríkjunum, sem hafa hingað til reynt að þvinga Írana til þess að hætta auðgun úrans til þess að koma í veg fyrir þeir að geti framleitt kjarnorkuvopn. Í skoðunarferð eftirlitsmannanna kom í ljós að Íranar hafa hafið vinnslu á úrangasi í 1.300 skilvindum og að úranið sem kæmi úr þeim væri nógu gott til þess að nota sem eldsneyti í kjarnorkuver. Hingað til var haldið að Íranar réðu ekki við að láta skilvindurnar snúast á þeim ógnarhraða sem þarf til þess að úranið verði nógu hreint svo hægt sé að nota það frekar. Nú virðist sem að þeim hafi tekist að komast yfir þessa þröskulda. „Við höldum að þeir hafi nú kunnáttuna sem er nauðsynleg til þess að auðga úran." sagði Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Fyrir fjórum árum lenti hann í orðaskaki við stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, þegar hann sagði engin sönnunargögn um að Írak hefði hafið kjarnorkuframleiðslu á ný. „Héðan í frá er þetta einfaldlega spurning fyrir Írana um að fullkomna þá þekkingu sem þeir búa nú þegar yfir. Fólk á ekki eftir að kunna við að heyra það en þetta er staðreynd engu að síður." Óvíst er hvort að Íran geti byggt ofan á árangur sinn. Algengt er að eitthvað komi upp á í svona starfi og að byrja þurfi upp á nýtt. Skemmdarverk eru líka inni í myndinni og talið er að Bandaríkjamenn hafi áður reynt að beita slíkum aðferðum gegn kjarnorkuáætlun Írana. Úranið sem Íranar búa yfir núna er þó ekki nógu gott til þess að nota í sprengjur. Til þess að ná því fram þyrftu þeir að vinna það enn frekar. Þá er ekki talið að þeir hafi þá kunnáttu sem þarf til þess að framleiða kjarnaodda. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að beita efnahagsþvingunum til þess að reyna að fá Írana að hætta auðgun úrans. Rússar og nokkur Evrópulönd hafa samt dregið skynsemi þess í efa. Rökin fyrir þvingunum eru sú að ef Íranar hætta augun úrans kemur það í veg fyrir eða seinkar því að þeir öðlist kunnáttuna til þess að búa til sitt eigið kjarnorkueldsneyti. Stjórn Bush hefur tekið undir þetta og neitar að ræða við Írana svo lengi sem þeir halda áfram að auðga úran. Búist er við því að þriðja umferð refsiaðgerða hefjist á næstunni ef að Íranar hætta ekki auðgun úrans bráðlega. ElBaradei hefur þó alltaf haft horn í síðu þeirrar stefnu. Hann hefur lengi sagt að hann telji að Íranar eigi aldrei eftir að hætta að auðga úran og því verði að finna aðra leið til þess að koma í veg fyrir að deilan komist á alvarlegt stig. Íranar gætu, samkvæmt útreikningum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, notað það úran sem þeir búa yfir núna í kjarorkuver. Það er um 5% hreint. Til þess að framleiða kjarorkuvopn þarf úranið að vera 90% og ef það á að nást þurfa þeir að vera með skilvindurnar í gangi í um það bil fjóra til fimm mánuði. Þá gætu Íranar hent eftirlitsmönnunum úr landi og hafið framleiðslu á kjarnavopnum. Suma embættismenn í Bandaríkjunum sem og hjá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni grunar að Íranar stefni einfaldlega að því svo að þeir geti hótað því að búa til kjarnorkusprengju, án þess þó að eiga nokkra. Aðrir vilja einfaldlega sprenjga rannsóknarstöðvar Írana til þess að koma í veg fyrir áætlanir Írana. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði eftir ferðalag sitt um Mið-Austurlönd að svo virtist sem Íran væri staðráðið í að geta framleitt nóg úran til þess að búa til kjarnorkuvopn. En hann hótaði engu og sagði aðeins að Íran ætti að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna. New York Times skýrir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.
Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira