Óvænt endurkoma og stutt stopp Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 18:45 Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing. Fréttir Innlent Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing.
Fréttir Innlent Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira