Óvænt endurkoma og stutt stopp Guðjón Helgason skrifar 13. maí 2007 18:45 Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing. Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira
Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi. Samúel Örn Erlingsson, annar maður á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, datt óvnæt inn á þing á eftir Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, á áttunda tímanum í morgun. Hann var að vonum ánægður með það enda kom það nokkuð á óvart miðað við framgöngu flokksins fram eftir kosninganótt. „Ef það væru ekki tveir sjónvarpstrukkar hérna fyrir framan húsið þá hefði ég haldið að þetta væri þokkalegur Hafnarfjarðarbrandari," sagði svefndrukkinn Samúel Örn þegar Haukur Hólm, fréttamaður, kom að máli við hann fyrir utan heimili hans í Kópavoginum í morgun. Svo fór þó að Samuel Örn fór ekki á þing því á tíunda tímanum í morgun komu síðustu tölur frá Norðvesturkjördæmi og þá var hann úti. Þá kom hins vegar inn á þing fimmti maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, Ellert B. Schram. Hann kom inn sem uppbótarþingmaður. Ellert, sem verður sjötugur á kjörtímabilinu, hefur áður setið á þingi, á árunum 1971 til 1979 og síðan 1983 til 1987, í bæði skiptin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ellert var að vonum ánægður með úrslitin. Meiningin hafi verið að fara að setjast í helgan stein líkt og menn á hans aldri geri venjulega. Hann hafi hins vegar viljað leggja málstað og sjónarmiðjum jafnaðarstefnunnar lið og því gefið kost á sér á lista. Hann hafi ekki átt von á því að komast á þing. Sú hafi hins vegar orðið raunin í kosningunum í gær. Hann hafi fyrst fengið að vita af því þegar mágur hans, Jón Baldvin Hannibalsson, hafi hringt í Ellert og sagt honum að hann væri kominn á þing.
Fréttir Innlent Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Sjá meira