Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs 11. maí 2007 09:22 Lord Browne, fyrrum forstjóri BP. Mynd/AFP Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Browne hefur verið í stjórnendateymi Goldman Sachs frá árinu 1999 og verið stjórnarformaður endurskoðunarnefndar bankans auk annarra starfa. Browne hafði starfað í 41 ár hjá breska olíurisanum BP þegar hann hætti skyndilega í byrjun mánaðar. Hann stefndi að því að fara úr forstjórastólnum í sumar en í kjölfar þess að hann tapaði máli sínu gegn dagblaði þar sem honum tókst ekki að hindra fréttaflutning af einkalífi sínu ákvað hann að fara fyrr en ella. Browne átti í ástarsambandi við kanadískan mann sem seldi frétt sína af sambandi þeirra Brownes til fjölmiðla í Bretlandi. Browne vildi koma í veg fyrir að umfjöllun fjölmiðla næði inn fyrir svefnherbergisdyr hans. Honum tókst það ekki og afréð því að hætta hjá BP. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, sagði þegar fyrir lá að Browne ætlaði að yfirgefa bankann að hann hefði verið gulls ígildi og jós hann lofi. Þótt Lord Browne hafi sagt skilið við BP og Goldman Sachs er hann eftir sem áður stjórnarformaður ráðgjafaráðs bandaríska fjárfestingafélagsins Apax Partners.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira