Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans.
Framkoma Browns þykir aukinheldur vera langt frá því fagmannlega fasi sem Tony Blair er þekktur fyrir. Herald Tribune lýsir Brown á þingbekkjunum sem þverum og flæktum og á stundum líkist hann samsærismanni. Ræður hans kalli fram siðferði kristinna manna um vinnusemi og sómatilfinningu. Þetta þykir endurspegla skoskt uppeldi hans.
Andrew Turnbull fyrrum samstarfsfélagi Brown í Fjármálaráðuneytinu lýsti stjórnunarstíl Brown sem Stalinískum. Andstæðingar hans lýsa honum sem hranalegum einfara. Fyrir suma stendur hann fyrir dökkan prins sem hefur beðið áratug eftir kórónu sinni, og horft á arf sinn rýrna vegna hins óvinsæla stríðs í írak, sem varð fyrsti vísir að vandræðum í efnahag landsins og orsakaði vaxandi óvinsældir Verkemannaflokksins.
Brown er 56 ára sonur prests í Skotlandi. Hann hóf nám í háskólanum í Edinborg 16 ára gamall og gerðist meðlimur í Verkamannaflokknum.