Murdoch vill enn kaupa Dow Jones 9. maí 2007 15:24 Rupert Murdoch. Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. Murdoch á fjölmiðlasamsteypuna News Corp., sem meðal annars heldur úti gríðarlegum fjölda dagblaða, tímarita og útvarpsstöðva víða um heim auk þess sem það á sjónvarpsstöðvarnar Fox og Sky. Þá er bandaríska kvikmyndafyrirtækið 20th Century Fox hluti af samsteypunni. Fyrirtæki Murdochs á sömuleiðis vefsvæðið MySpace, sem er með vinsælli vefsvæðum í heimi.Tilboð Murdochs hljóðaði upp á fimm milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 321 milljarðs íslenskra króna. Meirihluti hluthafa í Dow Jones er mótfallinn tilboðinu, þar á meðal Bancroft-fjölskyldan, sem fer með rúmlega 60 prósent atkvæðaréttar í félaginu. Breska dagblaðið Guardian segir í dag að Murdoch vilji helst ekki greina frá því sem fram hefur farið í viðræðum hans við hluthafa Dow Jones. Hann hafi ætlað að halda viðræðunum fyrir utan kastljós fjölmiðlanna og þyki leitt að tilboðið hafi lekið til fjölmiðla í síðustu viku. Engu að síður telur hann tilboðið sanngjarnt og vel boðlegt miðað við núvirði félagsins, að sögn Guardian.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira