Von á Norður-Írlandi Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 18:54 Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Ráðamenn á Norður-Írlandi segja nýjan kafla hafinn í sögu héraðsins. Þrjú þúsund og sjö hundruð manns hafa týnt lífi í átökum sambandssinna og mótmælenda þar síðustu áratugi en nú taka þessi fornu fjendur aftur upp samstarf í nýrri heimastjórn. Tæp fimm ár eru frá því að lögregla réðs inn á þingskrifstofu Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast. Ásakanir um njósnir IRA komu fram. Heimastjórn var leyst upp og völd á Norður-Írlandi færð undir ráðherra í Lundúnum. Samið var um skipan nýrrar stjórnar í lok mars, skömmu áður en frestur breskra stjórnvalda til þess átti að renna út. Forvígismenn sambandssinna og mótmælenda sóru síðan embættiseiða í dag. Þá var efnt til hátíðlegrar athafnar í þinghúsinu þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var viðstaddur ásamt Bertie Ahern, starfsbróður síns á Írlandi. Í ávarpi við það tækifæri sagðist Paisley en sami sambandssinninn. Hins vegar væri verið að leggja fram yfirlýsingu sem miðaði að því að byggja Norður-Írland þar sem allir gætu búið saman í friði, jafnir gagnvart lögum. Martin McGuinness sagði heimastjórnina þurfa stuðning íbúa í héraðinu. Áfram yrði að vera hægt að treysta á þann stuðning svo hægt yrði að fara frá klofningi og ósætti. En þrátt fyrir yfirlýsingar dagsins sáu viðstaddir að enn er grunnt á því góða hjá leiðtogum fylkinganna. Paisley og McGuinness tókust ekki í hendur að athöfn lokinni. Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira
Ný heimastjórn tók við völdum á Norður-Írlandi í dag þegar svarnir andstæðingar sóru embættiseiða. Tæp fimm ár eru frá því að heimastjórn í héraðinu var leyst upp vegna njósnahneykslis. Sambandssinnar og mótmælendur eru vongóðir um að stjórnin haldi í þetta sinn. Ráðamenn á Norður-Írlandi segja nýjan kafla hafinn í sögu héraðsins. Þrjú þúsund og sjö hundruð manns hafa týnt lífi í átökum sambandssinna og mótmælenda þar síðustu áratugi en nú taka þessi fornu fjendur aftur upp samstarf í nýrri heimastjórn. Tæp fimm ár eru frá því að lögregla réðs inn á þingskrifstofu Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins, í þinghúsinu í Stormont-kastala í Belfast. Ásakanir um njósnir IRA komu fram. Heimastjórn var leyst upp og völd á Norður-Írlandi færð undir ráðherra í Lundúnum. Samið var um skipan nýrrar stjórnar í lok mars, skömmu áður en frestur breskra stjórnvalda til þess átti að renna út. Forvígismenn sambandssinna og mótmælenda sóru síðan embættiseiða í dag. Þá var efnt til hátíðlegrar athafnar í þinghúsinu þar sem Tony Blair, forsætisráðherra Breta, var viðstaddur ásamt Bertie Ahern, starfsbróður síns á Írlandi. Í ávarpi við það tækifæri sagðist Paisley en sami sambandssinninn. Hins vegar væri verið að leggja fram yfirlýsingu sem miðaði að því að byggja Norður-Írland þar sem allir gætu búið saman í friði, jafnir gagnvart lögum. Martin McGuinness sagði heimastjórnina þurfa stuðning íbúa í héraðinu. Áfram yrði að vera hægt að treysta á þann stuðning svo hægt yrði að fara frá klofningi og ósætti. En þrátt fyrir yfirlýsingar dagsins sáu viðstaddir að enn er grunnt á því góða hjá leiðtogum fylkinganna. Paisley og McGuinness tókust ekki í hendur að athöfn lokinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Sjá meira