Englandsdrottning í Hvíta húsinu Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2007 13:00 Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli. Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Það voru prúðbúnir gestir sem settust til borðs þegar stórveisla var haldin í Hvíta húsinu í Washington í gær. Heiðursgesturinn var Elísabet Englandsdrottning. Slegist hafði verið um hvert sæti við veisluborðin enda vildu margir mætir Bandaríkjamenn blanda geði við drottninguna. Elísabet Englandsdrottning kom til Bandaríkjanna fyrir liðna helgi og heimsótti þá Jamestown í Virginíuríki. Þar tók hún þátt í hátíðarhöldum vegna þess að fjórar aldir eru liðnar frá varanlegu landnámi Breta þar. Jamestown er sagður fyrsti varanlegi bústaður Breta í Bandaríkjunum þó aðrir fræðimenn vilji meina að það hafi verið Plymouth í Massachusets þrettán árum síðar. Frá Jamestown hélt drottning til Louisville í Kentucky þar sem hún fylgdist með árlegum veðreiðum sem eru vel þekktar. Mun hún lengi hafa stefnt að því að fylgjast með þeim enda áhugamanneskja um hestaíþróttir. Það var svo í gær sem drottning kom til Washington og var vel fagnað á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið þar sem hún og Bush Bandaríkjaforseti ræddu við blaðamenn. Það var svo í gærkvöldi sem blásið var til veislu í Hvíta húsinu. Þá var í fyrsta sinn í valda tíð Bush forseta gerð krafa um kjól og hvítt á slíkri samkomu. Hundrað þrjátíu og fjórir settust til borðs í veislunni og meðal gesta voru bandarískir ráðamenn, sendiherrar og viðskiptajöfrar. Stórstjörnur voru ekki margar en meðal gesta voru þó fiðlusnillingurinn Itzhak Perlman, golfkappinn Arnold Palmer og knapinn Calvin Borel sem sigraði í Kentucky veðreiðunum nokkrum dögum áður og var drottningin ólm að heilsa honum. Þetta er fimmta heimsókn Elísabetar drottningar til Bandaríkjanna síðan hún tók við völdum fyrir rúmri hálfri öld. Síðast kom hún í opinbera heimsókn árið 1991 og þá tók George Bush eldri, þáverandi forseti, á móti henni. Í ræðu sinni við kvöldverðarborðið í gær gerði hún ástandið í Írak og Afganistan að umtalsefni og einnig loftslagsmál. Hún sagði mörg ljón í veginum að friðvænlegri heimi og mikilvægt að ríkin tvö, Bretland og Bandaríkin, tryggðu áfram gott samstarf sín í milli.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira