Banna sölu á LaSalle frá ABN Amro 3. maí 2007 15:19 Eitt útibúa ABN Amro í Hollandi. Mynd/AFP Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. Segir í úrskurði dómsins að salan geti einungis gengið í gegn að undanskildu samþykki hluthafa ABN Amro. Gangi það ekki eftir lítur allt út fyrir að kaup Barclays falli niður og að þrír bankar yfirtaki hollenska bankann. Viðræður stjórnenda Barclays og ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands, hafði staðið yfir í nokkrar vikur áður en samið var um að Barclays keypti hollenska bankann fyrir 67 milljarða evra, jafnvirði um 6 þúsund milljarða íslenskra króna. Talað hefur verið um stærsta bankasamruna í Evrópu í tengslum við viðskiptin. Skilyrði fyrir viðskiptunum var að ABN Amro seldi LaSalle-bankann í Bandaríkjunum. Hluthafar ABN Amro voru hins vegar mótfallnir sölunni. Og í sama streng tóku þrír bankar í Evrópu sem undir forystu Royal Bank of Scotland greindu frá því fyrir skömmu að þeir hefðu ákveðið að gera yfirtökutilboð í ABN Amro gengi salan á LaSalle ekki eftir. Miklar líkur eru nú á því að Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og spænski bankinn Santander leggi fram formlegt yfirtökutilboð í ABN Amro fyrir allt að 72,2 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða íslenskra króna. Talið er að hópurinn hyggist brjóta hollenska bankann upp gangi kaupin eftir. Þetta eru þó ekki verstu fréttirnar fyrir ABN Amro því breska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórnendur Bank of America séu sárir vegna niðurstöðu hollenska dómstólsins og hyggist nú fara fram á skaðabætur fyrir allt að 220 milljarða dali, jafnvirði 14.000 milljarða íslenskra króna, þar sem salan á LaSalle var dregin til baka. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hollenskur dómsstóll hefur meinað hollenska bankanum ABN Amro að selja LaSalle-bankann, útibú ABN Amro í Bandaríkjunum. Til stóð að selja bankann til Bank of America fyrir 21 milljarð dala, jafnvirði 1.342 milljóna íslenskra króna, til að greiða fyrir yfirtöku breska bankans Barclays á ABN Amro. Segir í úrskurði dómsins að salan geti einungis gengið í gegn að undanskildu samþykki hluthafa ABN Amro. Gangi það ekki eftir lítur allt út fyrir að kaup Barclays falli niður og að þrír bankar yfirtaki hollenska bankann. Viðræður stjórnenda Barclays og ABN Amro, sem er stærsti banki Hollands, hafði staðið yfir í nokkrar vikur áður en samið var um að Barclays keypti hollenska bankann fyrir 67 milljarða evra, jafnvirði um 6 þúsund milljarða íslenskra króna. Talað hefur verið um stærsta bankasamruna í Evrópu í tengslum við viðskiptin. Skilyrði fyrir viðskiptunum var að ABN Amro seldi LaSalle-bankann í Bandaríkjunum. Hluthafar ABN Amro voru hins vegar mótfallnir sölunni. Og í sama streng tóku þrír bankar í Evrópu sem undir forystu Royal Bank of Scotland greindu frá því fyrir skömmu að þeir hefðu ákveðið að gera yfirtökutilboð í ABN Amro gengi salan á LaSalle ekki eftir. Miklar líkur eru nú á því að Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og spænski bankinn Santander leggi fram formlegt yfirtökutilboð í ABN Amro fyrir allt að 72,2 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 6.300 milljarða íslenskra króna. Talið er að hópurinn hyggist brjóta hollenska bankann upp gangi kaupin eftir. Þetta eru þó ekki verstu fréttirnar fyrir ABN Amro því breska ríkisútvarpið greinir frá því að stjórnendur Bank of America séu sárir vegna niðurstöðu hollenska dómstólsins og hyggist nú fara fram á skaðabætur fyrir allt að 220 milljarða dali, jafnvirði 14.000 milljarða íslenskra króna, þar sem salan á LaSalle var dregin til baka.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira