Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði 2. maí 2007 18:57 Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira