Það stefnir í mikla dramatík í leik Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fer í framlengingu eftir að Liverpool var yfir 1-0 eftir venjulegan leiktíma. Staðan í einvíginu er því 1-1 og því þarf að spila til þrautar í kvöld - hvort sem það verður eftir framlengingu eða vítakeppni.
Það var Daniel Agger sem skoraði mark heimamanna í fyrri hálfleik og hefur Liverpool liðið verið öllu ferskara í síðari hálfleiknum, enda hefur liðið geta hvílt leikmenn sína að undanförnu öfugt við menn Jose Mourinho.