Þéttriðið varnarnet á Atlantshafi Guðjón Helgason skrifar 27. apríl 2007 19:06 Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði það vegna brotthvarfs Bandaríkjahers sem farið hafi verið út í viðræður við Evrópuríki og Kanadamenn um varnir á Atlantshafi. Verið sé að semja um það sem Bandaríkjamenn hafi áður séð um. Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að forsætis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytin skipuðu starfshóp til að semja við nágrannaríki sem hefðu hag af vörnum á svæðinu. Þetta byggði á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og lykilsamningur um varnir Íslands yrði áfram varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn bæði á friðar- og ófriðartímum. Grétar Már segir það hafa legið beinast við að semja við Dani og Norðmenn. Verið sé að tala við Breta og Kanadamenn og 17. maí hefjist viðræður við Þjóðverja. Grétar Már segir kynningarfundi hafa verið haldna með Bretum og Kanadamönnum og vilji til samstarfs. Von sé á fulltrúum þessara ríkja á næstu vikum og mánuðum. Grétar Már segir viðræðuferlið í gangi og ánægjulegt ef það tækist að flétta saman það sem þessar þjóðir séu að gera á Atlantshafinu og mynda öryggisnet. Þessar þjóðir vinni allar á Atlantshafinu og það næðust með þessu samlegðaráhrif. Grétar Már segir að unnið verði innan ramma Atlantshafsbandalagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Samningarnir við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál er liður í að þróa þéttriðið varnarnet á Norður-Atlantshafi. Það þurfi eftir brotthvarf Bandaríkjamanna. Þetta segir ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. Nú sé samið við Breta og Kanadamenn og Þjóðverjar væntanlegir hingað til lands í næta mánuði að skoða aðstöðu. Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann sagði það vegna brotthvarfs Bandaríkjahers sem farið hafi verið út í viðræður við Evrópuríki og Kanadamenn um varnir á Atlantshafi. Verið sé að semja um það sem Bandaríkjamenn hafi áður séð um. Ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að forsætis-, dómsmála- og utanríkisráðuneytin skipuðu starfshóp til að semja við nágrannaríki sem hefðu hag af vörnum á svæðinu. Þetta byggði á aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og lykilsamningur um varnir Íslands yrði áfram varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn bæði á friðar- og ófriðartímum. Grétar Már segir það hafa legið beinast við að semja við Dani og Norðmenn. Verið sé að tala við Breta og Kanadamenn og 17. maí hefjist viðræður við Þjóðverja. Grétar Már segir kynningarfundi hafa verið haldna með Bretum og Kanadamönnum og vilji til samstarfs. Von sé á fulltrúum þessara ríkja á næstu vikum og mánuðum. Grétar Már segir viðræðuferlið í gangi og ánægjulegt ef það tækist að flétta saman það sem þessar þjóðir séu að gera á Atlantshafinu og mynda öryggisnet. Þessar þjóðir vinni allar á Atlantshafinu og það næðust með þessu samlegðaráhrif. Grétar Már segir að unnið verði innan ramma Atlantshafsbandalagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira