Rafa Benitez var sæmilega jákvæður eftir 1-0 tap hans manna í Liverpool gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld.
"Við þurfum aðeins að skora eitt mark til að jafna við þá og tvö koma okkur í góð mál. Við munum njóta góðs af stuðningi áhorfenda í síðari leiknum og það mun án efa hjálpa okkur mikið," sagði Benitez. Síðari leikurinn fer fram á Anfield næsta þriðjudag.