Rooney jafnar fyrir United
Staðan í leik Manchester United og AC Milan er orðin jöfn 2-2. Það var Wayne Rooney sem jafnaði leikinn fyrir United eftir klukkutíma leik og heimamenn allir að lifna við eftir kjaftshöggið sem þeir fengu í fyrri hálfleik.