Fyrri leikur Manchester United og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson eru nú að hita upp fyrir leikinn í beinni á Sýn.
United: Van der Sar - Evra, Heinze, Brown, O´Shea, - Fletcher, Ronaldo, Giggs, Carrick, Scholes - Rooney.
Milan: Dida - Oddo, Nesta, Maldini, Jankulovski - Gattuso, Pirlo, Kaka, Ambrosini, Seedorf - Gilardino.