Markvörðurinn Dida er leikfær og er í leikmannahópi AC Milan sem mætir meiðslum hrjáðu liði Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Ítalska liðið æfði á Old Trafford í Manchester síðdegis í gær. Carlo Anceltti þjálfari glímir ekki við nein meiðsli en sóknarmaðurinn Rónaldo verður ekki með þar sem hann hefur ekki leikheimild með Milan í Meistaradeildinni. Markvörðurinn Dida hefur átt í axlarmeiðslum undanfarna daga en hann æfði með liðinu í gær og var úrskurðaður leikfær að henni lokinni.
Ancelotti segist vel meðvitaður um meiðslavandræði Man Utd en kveðst einungis einblína á leik sinna eigin manna. Fyrirliðinn Paolo Maldini hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari með Milan og er með þann fimmta í sjónmáli. Maldini viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að hann væru ennþá í sárum yfir því að hafa tapað fyrir Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum en möguleikar eru fyrir hendi að hann fái tækifæri til að koma fram hefndum í ár.
Milan og Man Utd mættust fyrir tveimur árum í riðlekppni Meistaradeildarinnar og þá van Milan báða leikina 1-0. Maldini segir að Man Utd sé mun betra lið í dag en tekur fram að sú staðreynd að Milan sé í undanúrslitunum staðfsti að liðið eigi góða möguleika gegn Man Utd.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 18:45 í beinni útsendingu á Sýn.
Þór Þorl.
ÍR