Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu 23. apríl 2007 18:30 MYND/Stöð 2 Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis. Stóriðja Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði. Áhrifin af starfsemi Fjarðaáls á samfélagið á miðausturlandi er mikil. Enn á eftir að ráða í 80 - 100 störf hjá fyrirtækinu nú þegar starfsemin er hafin og fyrsta álið búið að skila sér úr bræðslunni. En það er mikill áhugi á stöfum í verksmiðjunni. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls segir að nú þegar sé búið að ráða 270 manns til fyrirtækisins, en þeir verða alls fjögur hundruð. Af þeim sem hafa þegar hafið störf eru 33% konur. Hins vegar hafa um 2.500 manns sótt um starf hjá Fjarðaáli. Tómas segir forráðamenn fyrirtæksins stolta af því hvað konur sækja í stöf hjá fyrirtækinu. Um 60 prósent starfsfólksins kemur frá Austfjörðum en Tómas segir mikinn kipp vera í umsóknum frá suðvesturhorni landsins og þá sé töluvert um að Íslendingar í útlöndum flytji heim til að hefja störf hjá Fjarðaáli. Verst hefur gengið að ráða iðnaðarmenn. Tómas segir að fyrirtækinu hafi tekist að ráða til sín góða iðnaðarmenn, en almennt sé skortur á iðnaðarmönnum í landinu. En áhrifa álversins gætir víða og styrkir aðra starfsemi í landshlutanum. Þannig segir Tómas að í það heila muni álverið skapa um 900 störf á Austfjörðum og muni kalla á að um tvö þúsund manns flytji á svæðið. Þá hefur Fjarðaál gert stóra þjónustusamninga um flutninga og fleira. Það gefur augaleið að þegar 2000 manns flytja inn á svæðið þarf að efla þjónustu og byggja upp íbúðarhúsnæði og svo framvegis. Tómas segir að sveitarfélögin hafi brugðist vel við og byggt upp skóla og leikskóla og ýmsa þjónustu. Þá hafi töluverð uppbygging átt sér stað á íbúðahúsnæði. En Alcoa hyggur á frekari útrás í starfsemi sinni á Íslandi. Fyrir nokkrum dögum ákvað fyrirtækið að hefja þriðja áfangann í undirbúningi að byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það þýðir m.a. að Alcoa um hefja vinnu við mat á umhverfisáhrifum og halda áfram ýsmum rannsóknum ásamt orkufyrirtækjunum. "Þetta er stórverkefni , þetta þarf mikil aðföng og orkufyrirtækin þurfa að átta sig á hversu stór þeirra svæði eru og hversu mikið er hægt að nýta jarðhitann," segir Tómas. En eingöngu er horft til jarðhita varðandi raforkuframleiðslu hugsanlegs álvers á Húsavík. Ef áætlanir ganga eftir segir Tómas að framkvæmdir geti í fyrsta lagi hafist árið 2010 og framleiðsla í áföngum frá árinu 2012 til 20015. Tómas telur að framkvæmdin muni ekki valda mikilli þenslu í þjóðfélaginu. Tómas telur að bygging álvers á Húsavík verði ekki þensluhvetjandi. Hann segir umfang Alcoa á Reyðarfirði ekki stóra framkvæmd miðað við þær tölur sem koma við sögu á verðbréfamörkuðum til dæmis.
Stóriðja Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent