Messi eða Maradona? (myndband) 19. apríl 2007 13:56 Leo Messi stimplaði sig inn í sögubækur með marki sínu í gærkvöldi AFP Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fátt komst annað að í spænskum fjölmiðlum í dag en draumamarkið sem Leo Messi skoraði fyrir Barcelona á móti Getafe í gærkvöldi. Spænska blaðið Marca sló upp fyrirsögninni "Messidona" og líkti drengnum við landa sinn Maradona. Hér fyrir neðan er hægt að bera saman bestu mörk þeirra Messi og Maradona og þar sést hvað þau eru glettilega keimlík. "Ofurstjarnan Messi" sagði dagblaðið Sport í dag og tók undir yfirlýsingar Marca. Hinn 19 ára gamli Messi skoraði einhvert fallegasta mark sem sést hefur á öldinni í gær þegar hann rak boltann frá eigin vallarhelmingi og potaði honum í markið - með því að leika á hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona sagði að markið hefði verið "listaverk". "Diego hefur alltaf veitt mér stuðning og ég vona að honum batni. Allir í Argentínu vona að hann nái sér, því við söknum hans," sagði hinn hógværi Messi þegar hann var spurður út í mark landa síns frá HM 1986. "Ég sá bara smá pláss og tók sprettinn eins og ég geri alltaf. Eto´o var í færi til að fara í þríhyrning, en ég sá varnarmenn alveg við hann svo ég ákvað að reyna að fara sjálfur," sagði Messi um rispu sína. Eini maðurinn sem var ekki í losti eftir sögulega tilburði Messi var Bernd Schuster, þjálfari Getafe. "Ég get ekki horft á þetta mark með augum áhorfandans. Við hefðum átt að stöðva hann áður en hann komst inn í teiginn - jafnvel þó það hefði kostað okkur gult spjald. Við höfum ekki efni á því að vera svona rausnarlegir," sagði Þjóðverjinn fúll. Marki Argentínumannsins hefur eðlilega verið líkt við mark landa hans Diego Maradona gegn Englendingum í fjórðungsúrslitum HM árið 1986, en bent hefur verið á að öllu minna hafi verið í húfi hjá Messi í gærkvöldi. Þó hefur bent á að Messi hafi farið mun hraðar yfir en goðsögnin Maradona. Þess má geta að þó Getafe sé ekki stórlið á heimsvísu, hefur vörn liðsins verið ansi beitt í vetur og því voru það engir viðvaningar sem reyndu án árangurs að stöðva Messi í gær. Þá er bara að bera mörkin tvö saman. Hvort er fallegra? Smelltu hér.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira