Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum 16. apríl 2007 19:47 Viðskiptavinur kemur úr einni af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira