Buffett ekki lengur næstríkastur 15. apríl 2007 09:30 Carlos Slim, sem breska dagblaðið Guardian segir að sé orðinn næstríkasti maður í heimi. Mynd/AFP Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian segir eignir Slims, sem er 67 ára ekkjumaður af líbönskum ættum og eigandi fjarskiptafyrirtækis, flugfélags, netfyrirtækis og tóbaksfyrirtækis í Mexíkó og Suður-Ameríku, svo eitthvað sé nefnt, hafa vaxið sérstaklega mikið á síðastliðnum 14 mánuðum og metur þær nú á 53,1 milljarð dala. Það jafngildir hvorki meira né minna en 3.488 milljörðum íslenskra króna. Á lista bandaríska tímaritsins Forbes í mars síðastliðnum voru eignir Buffetts metnar á 52 milljarða dali, jafnvirði rúmra 3.416 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma voru eignir Carlos Slims metnar á 49 milljarða dali, 3.219 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar mat Forbes eignir Bill Gates á 56 milljarða dali, jafnvirði 3.679 milljarða íslenskra króna. Eignir Slims hafa aukist ár frá ári. Þannig jukust þær um 19 milljarða dali á milli áranna 2006 til 2007. Guardian bendir hins vegar á að þær hafi aukist um rúma fjóra milljarða dali, 263 milljarða íslenskra króna, frá því listinn var tekinn saman síðast og nemi þær nú 53,1 milljörðum dala. Slim byggði veldi sitt á arfi eftir föður sinn. Hann komst hins vegar ekki í álnir fyrr en hann keypti mexíkóska símafyrirtækið Teléfonos de México við einkavæðingu þess árið 1990. Vegur hans hefur vaxið mikið upp frá því og rekur hann nú fjarskiptafyrirtæki víðs vegar í Suður-Ameríku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira