Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,75 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, sagði varaði hins vegar við því að bankinn muni að líkindum hækka vextina í júní.
Flestar hlutabréfavísitölur á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í kjölfarið.
Fréttastofa Reuters hafði eftir sérfræðingi hjá breska bankanum Barclays, að greinendur geri nú ráð fyrir stýrivaxtahækkun á næstu mánuðum til að koma höndum á aukna verðbólgu sem hafi aukist nokkuð í skugga blómlegs efnahagslífs og minnkandi atvinnuleysis.