Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury 11. apríl 2007 14:40 Kæliborðið í einni af verslunum Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands. Mynd/AFP Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira