Björn Bjarnason lagður inn á sjúkrahús

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í gær lagður inn á sjúkrahús eftir að kom í ljós að hægra lunga væri fallið saman. Hann hafði kvartað undan mæði nú um páskana. Hann var lagður inn af sömu ástæðu í byrjun febrúar og þurfti þá að dvelja í um tvær vikur á spítala. Björn fer í aðgerð í dag á brjóstholi.