Lögregla í Reykjavík límdi svokallaða boðunarmiða á númeraplötur um 50 bifreiða í gærkvöldi og í nótt. Þeir sem fá slíkan miða á bílinn hjá sér þurfa þar með að fara tafarlaust með bíl sinn í skoðun og hafa til þess viku frest. Ef boðun lögreglu er ekki sinnt eiga bíleigendur á hættu að númerin verði klippt af bílum þeirra.